Almennt:
Hér má finna almenna skilmála og aðrar upplýsingar varðandi Skvísuleigu. Við hvetjum viðskiptavini til þess að lesa yfir það áður en viðskipti eru kláruð/gerð.
Litið er svo á að sá sem leigir vöru/stundar viðskipti við Skvísuleigu hafi lesið, skilið og samþykkt skilmála þessa.
Mátun:
Forðist það að mæta með farða eða ferska brúnku í mátun þar sem það gæti litað eða blettað flíkurnar okkar.
Ef það verður tjón á fatnaði í mátun þarf að greiða fyrir þær skemmdir.
Mátun fer fram í Hafnafirði. Endilega hafið samaband við Skvísuleigu í gegnum DM á instagram eða tölvupóst (skvisuleiga@gmail.com) fyrir nánari upplýsingar.
Bókanir:
Hægt að bóka vöru eða í mátun í gegnum DM á instagram eða tölvupóst (skvisuleiga@gmail.com). Einnig er hægt að bóka vöru á meðan mátun stendur.
Bókun á vöru er staðfest þegar greiðsla hefur borist.
Afhending og skil:
Afhending og skil fara fram í Hfj eða Reykjavík.
Vara er sótt daginn fyrir viðburð eða samdægurs. Skil fara fram degi eftir viðburð. Vara leigist almennt í einn sólarhring nema um annað sé samið.
Viðskiptavinur sækir og skilar vöru sjálfur. Skvísuleiga býður þó einnig upp á að skutla eða sækja vöru á höfuðborgarsvæðinu gegn 2500 kr gjaldi.
Hægt er að semja um að fá vöru fyrr eða framlengja leigutíma hennar. Hafa skal þá samband við Skvísuleigu í gegnum DM á instagram eða í gegnum tölvupóst (skvísuleiga@gmail.com)
Ef vöru er skilað seint áskilur Skvísuleiga sér rétt á að rukka daggjald fyrir hvern dag sem skil tefjast. Daggjald er 2000kr.
Ef vöru er skilað seint og kemur þannig í veg fyrir að annar viðskiptavinur sem á hana bókaða geti fengið hana, hefur Skvísuleiga rétt á að rukka bókunargjald vöru ofan á daggjald.
Afbókun:
Afbóka þarf með minnst 48 tíma fyrirvara(frá leigudegi) til að fá endurgreitt.
Þrif og vigerðir:
Vinsamlegast EKKI þrífa eða gera við flíkurnar. Við sjáum um ÖLL þrif og viðgerðir
Ábyrgð og skemmdir:
Ef flíkin skemmist skal hafa samband sem fyrst við Skvísuleigu!
Ef flíkin skemmist þannig að ekki sé hægt að nota hana áfram/lagfæra er Skvísuleigu heimilt að rukka heildarverð flíkurinnar. Reynum ávalt að vera sanngjörn. Óhöpp geta átt sér stað.
